Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 20. júlí 2020 22:06
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Ronaldo skoraði tvö í sigri á Lazio - Titillinn í augsýn
Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus
Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus
Mynd: Getty Images
Juventus 2 - 1 Lazio
1-0 Cristiano Ronaldo ('51 , víti)
2-0 Cristiano Ronaldo ('54 )
2-1 Ciro Immobile ('83 , víti)

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus í 2-1 sigri liðsins á Lazio í 34. umferð ítölsku deildarinnar í kvöld.

Juventus og Lazio börðust lengi vel í titilbaráttunni en slakt gengi Lazio í síðustu leikjum varð til þess að liðið stimplaði sig úr baráttunni.

Heimamenn í Juventus komust yfir á 51. mínútu. Ronaldo átti skot sem fór í handlegginn á Bastos. VAR skoðaði atvikið og var réttilega dæmt vítaspyrna. Ronaldo skoraði örugglega úr spyrnunni.

Hann bætti við öðru marki þremur mínútum síðar. 30. deildarmark hans á tímabilinu, hvorki meira né minna. Paulo Dybala vann þá boltann á miðjunni og komust þeir félagarnir tveir í gegn. Dybala lagði svo boltann út á Ronaldo sem skoraði örugglega.

Ciro Immobile minnkaði muninn á 83. mínútu úr vítaspyrnu og því baráttan um markakóngstitilinn vel á lífi. Immobile og Ronaldo eru báðir með 30 mörk þegar fjórar umferðir eru eftir.

Lokatölur 2-1 í kvöld. Juventus á toppnum með 80 stig, átta stigum meira en Inter sem er í öðru sæti þegar fjórir leikir eru eftir. Lazio er komið niður í fjórða sæti en Meistaradeildarsæti eru svo gott sem tryggt. Roma er ellefu stigum á eftir liðinu.
Athugasemdir
banner