Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. júlí 2020 17:00
Innkastið
„Leikmenn voru orðnir bilaðir á leikkerfinu"
KA-menn fagna sigurmarkinu gegn Gróttu á laugardaginn.
KA-menn fagna sigurmarkinu gegn Gróttu á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Grétarsson stýrði KA til sigurs í sínum fyrsta leik sem þjálfari liðsins um helgina. KA lagði Gróttu 1-0 á heimavelli þar sem Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði sigurmarkið í viðbótartíma.

„Okkar maður fyrir norðan segir að Arnar Grétarsson hafi strax komið öflugur inn. Hann tók samstundis á nokkrum málum sem þurfti að laga og óð beint í hlutina. Það virtist vera meiri léttleiki og hann fór í 4-3-3," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Óli Stefán Flóventsson hætti sem þjálfari KA í síðustu viku eftir tæplega tveggja ára starf. Óli Stefán spilaði þriggja manna vörn hjá KA og var ýmist í 3-4-3 eða 3-5-2.

„Maður er búinn að heyra það undanfarið að leikmenn voru bilaðir á kerfinu." sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu.

„Það hafa allir heyrt það sem vilja heyra að leikmenn liðsins eru orðnir þreyttir á þessu kerfi. Ég skil ekki af hverju þú ert að ná í Rodrigo Mateo ef þú ætlar að spila honum í miðverði. Slepptu því frekar. Hann var einn af bestu miðjumönnum deildarinnar fyrir tveimur árum," sagði Tómas Þór Þórðarson en Rodrigo var aftur á miðjunni í leiknum um helgina.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið í heild.
Innkastið - Brynjólfur til Færeyja og KR best á Íslandi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner