Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. júlí 2020 14:34
Elvar Geir Magnússon
„Lélegt hjá svona reynslumiklum og mikilvægum leikmanni"
Kenan Turudija.
Kenan Turudija.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var geggjaður sigur fyrir Þróttara," segir Óskar Smári Haraldsson í Ástríðunni. Þar var fjallað um 1-0 sigur Þróttar Vogum gegn Selfossi í 2. deild um helgina.

Hermann Hreiðarsson fer vel af stað sem þjálfari Þróttar, hefur unnið báða leikina við stjórnvölinn. Í leiknum um helgina var David James með Hermanni í liðsstjórn.

„Ég var búinn að nefna hvort hann tæki Sol Campbell með sér en það er gjörsamlega geggjað fyrir deildina að hann hafi tekið David James með sér í þennan leik," segir Sverrir Mar Smárason..

James er staddur hér á Íslandi í fríi svo Hermann fékk hann með sér í þennan leik. Hann er ekki kominn til að vera hjá Þrótturum.

„Það er mikið rok og leikurinn var erfiður fyrir bæði lið. Það var miðjubarátta og lítið um færi. Þetta hefði í raun átt að vera bara 0-0 leikur," segir Sverrir.

Það var hart barist í leiknum og lykilmaður Selfyssinga fékk beint rautt í fyrri hálfleik.

„Eftir tuttugu mínútur þá kemur upp atvik þar sem stórvinur okkar Ragnar Gunnarsson (leikmaður Þróttar) er klókari en andstæðingurinn. Hann nær að klípa Kenan Turudija sem missir 'kúlið'. Hann snýr sér við og gefur Ragnari hnéspark. Það var beint rautt. Það var lélegt hjá svona reynslumiklum og mikilvægum leikmanni að skilja liðsfélaga sína eftir tíu á vellinum."

Bæði lið enduðu tíu því Örn Rúnar Magnússon fékk rautt spjald á 78. mínútu fyrir ljóta tæklingu. „Hann henti sér í stórhættulega tæklingu. Bæði rauðu spjöldin voru rétt," segir Sverrir.

Þróttur Vogum hefur unnið þrjá leiki í röð og er nú í fjórða sæti 2. deildarinnar.

„Það er ekki ein leið til að spila fótbolta. Þeirra leið er kraftabolti, það er lítið hægt að gagnrýna þegar vel gengur."
Ástríðan - Pakkfullur þáttur eftir viðburðaríka helgi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner