mán 20. júlí 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndavél á Álftanesi fór í hausinn á aðstoðardómara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það átti sér stað óhapp í leik Álftanes og Augnabliks í 3. deild karla í síðustu viku þegar myndavél fór í höfuð aðstoðardómara.

Mikið rok var á vellinum og fauk myndavélin með þeim afleiðingum að hún lenti á hnakka aðstoðardómara 1, sem var Egill Guðvarður Guðlaugsson.

Hlaut Egill skurð og gat hann ekki haldið leik áfram. Það varð 30 mínútna töf á leiknum á meðan beðið var eftir nýjum aðstoðardómara.

„Staðan á mér er bara góð," segir Egill í samtali við Fótbolta.net. „Ég er með tvo skurði á hausnum þar sem voru saumuð tvö spor og eitt spor. Svo er ég með glóðurauga á vinstri auga."

Egill er FIFA aðstoðardómari og hefur meðal annars starfað reglulega í Pepsi Max-deildinni.

Þess má geta að Augnablik vann leikinn gegn Álftanesi 3-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner