Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. júlí 2020 11:51
Magnús Már Einarsson
Myndband: Markvörðurinn Lindegaard jafnaði með skalla
Mynd: Getty Images
Anders Lindegaard, fyrrum markvörður Manchester United, var í sviðsljósinu í sænsku úrvalsdeildinni í gær.

Hnn 36 ára gamli Lindegaard skoraði þá jöfnunarmarkið þegar lið hans Helsingborg gerði 2-2 jafntefli við Falkenbergs.

Daninn skokkaði fram þegar Helsingborg fékk hornspyrnu á 90. mínútu leiksins.

Lindegaard skoraði síðan með laglegum skalla eins og sjá má hér að neðan. Lindegaard var í fimm ár hjá Manchester United á sínum tíma en hann hefur einnig leikið með WBA, Preston og Burnley á Englandi.

„Ég hef alltaf verið smá öfundsjúkur yfir tilfinningunni sem sóknarmennirnir fá þegar þeir skora. Það var gaman að prófa það," sagði Lindegaard léttur eftir leik.


Athugasemdir
banner
banner