Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. júlí 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Óskar Sancho eftir sölu til Man Utd?
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Willian.
Willian.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að grafa uppi kjaftasögurnar. Kíkjum á úrval dagsins.



Jadon Sancho (20) gæti þurft að óska eftir sölu frá Borussia Dortmund til að fá að fara til Manchester United í sumar. (Mirror)

Juventus vill fá Raul Jimenez (29) framherja Wolves. Douglas Costa (29) gæti farið til PSG eða Juventus í staðinn. (Tuttosport)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að Harry Kane yrði ekki sérstakur leikmaður ef hann myndi spila með öðru liði. (Sky sports)

Dani Ceballos (23) er tilbúinn að óska eftir því við Florentino Perez, forseta Real Madrid, að fá að vera annað tímabil á láni hjá Arsenal. (Express)

Unai Emery, fyrrum stjóri Arsenal, er að taka við Villarreal (Marca)

Jack Harrison (23), kantmaður Manchester City, verður áfram á láni hjá Leeds á næsta tímabili. (Manchester Evening News)

Leeds ætlar að ræða við stjórann Marcelo Bielsa (64) um nýjan samning. (Star)

Patrick Kluivert og Laurent Blanc eru líklegastir til að taka við Barcelona ef Quique Setien hættir. (AS)

Benicio Baker-Boaitey (16) miðjumaður West Ham er á leið til Bayern Munchen. (Sun)

Willian (31) vill fá þriggja ára samning hjá Chelsea en félagið hefur boðið honum tveggja ára samning. Tottenham, Arsenal og Manchester United hafa sýnt Brasilíumanninum áhuga en hann er að verða samningslaus. (Mirror)

Steve Bruce, stjóri Newcstle, óttast að fá lítið fé til leikmannakaupa í sumar vegna áhrifa kórónaveirunnar. (Mirror)

Góð frammistaða David Luiz (33) að undanförnu gæti breytt áætlunum Mikel Arteta, stjóra félagsins, á félagaskiptamarkaðinum í sumar. (Star)

Arteta telur að það verði ekki erfitt að sannfæra menn um að ganga til liðs við félagið í sumar, hvort sem það nái Evrópusæti eða ekki. (The Guardian)

Manchester United bauð Jude Bellingham (17), miðjumanni Birmingham, í heimsókn á æfingasvæði sitt í vetur og fékk Sir Alex Ferguson til að ræða við leikmanninn. Það dugði þó ekki til að krækja í Bellingham því hann ákvað að ganga í raðir Borussia Dortmund. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner