Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. júlí 2020 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Sarri verður áfram hjá Juventus á næstu leiktíð
Samband Maurizio Sarri og Cristiano Ronaldo er skrítið
Samband Maurizio Sarri og Cristiano Ronaldo er skrítið
Mynd: Getty Images
Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, segir að Maurizio Sarri og Cristiano Ronaldo verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.

Mikið hefur verið rætt um árangur Sarri hjá Juventus en hann tók við liðinu á síðasta ári eftir að hafa þjálfað Chelsea.

Massimo Allegri var látinn fara frá félaginu en leikstíll Sarri hefur oft verið gagnrýndur á leiktíðinni. Samband hans við Cristiano Ronaldo hefur þá verið ansi stirrt og ræddu fjölmiðlar um að Sarri gæti yfirgefið Juventus í sumar en Paratici vísar því til föðurhúsanna.

„Þessi umræða er bara í fjölmiðlum. Ég hef verið hérna í tíu ár og við höfum verið á toppnum í örugglega níu af þessum tíu árum," sagði Paratici.

„Við unnum titla með Allegri í fimm ár, bæði Seríu A og aðra titla. Þrátt fyrir það um leið og liðið gerir jafntefli og jafnvel vinnur þá höfum við alltaf tekið fund og rætt saman. Við erum vanir þessum umræðum og við hlæjum að þeim. Sarri verður klárlega þjálfari liðsins á næstu leiktíð."

Paratici kom þá inn á það að Ronaldo yrði áfram hjá félaginu og að staða hans hafi ekkert breyst.

„Það var smá vandamál með Cristiano eins og það er eðlilegt á milli þjálfara og leikmanna. Hann verður klárlega áfram og mun halda áfram að gera góða hluti með okkur," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner