Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 20. júlí 2020 23:52
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mín skoðun 
Stefán Árni ekki með í næstu leikjum KR - Kiddi Jóns tæpur
Stefán Árni Geirsson fór meiddur af velli.
Stefán Árni Geirsson fór meiddur af velli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki er alveg komið í ljós hversu alvarleg meiðslin sem Stefán Árni Geirsson varð fyrir séu. Þessi ungi leikmaður KR fór meiddur af velli í sigurleik gegn Fylki á sunnudag eftir að hann sneri sig á ökkla.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir í samtali við Valtý Björn Valtýsson í Mín Skoðun að ljóst sé að Stefán verður ekki með í næstu leikjum liðsins.

„Þetta gæti tekið tíma því við erum að spila töluvert ört næstu vikurnar, það eru margir leikir á skömmum tíma og hann gæti misst af næstu vikum," segir Rúnar.

Eins og sjá má á myndinni hér að neðan var ökkli Stefáns stökkbólginn.

Bakvörðurinn reynslumikli Kristinn Jónsson fór einnig meiddur af velli í leiknum en meiðsli hans eru ekki eins slæm.

„Kristinn er skárri í dag en í gær. Það er óvíst með framhaldið hjá honum. Hann er tæpur fyrir miðvikudaginn og helgina líka. Við þurfum að sjá hvað sjúkraþjálfararnir segja."

Íslandsmeistarar KR tróna á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Þeir mæta botnliði Fjölnis á miðvikudagskvöld í Grafarvogi og svo heimsækja þeir KA næsta sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner