mán 20. júlí 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö Íslendingafélög á eftir Adam Lallana
Lallana yfirgefur Liverpool eftir tímabilið.
Lallana yfirgefur Liverpool eftir tímabilið.
Mynd: Getty Images
Mike McGrath, fréttamaður Telegraph, ritaði pistil í gær um hvað gæti gerst á félagskiptamarkaðnum í sumar

Hann segir þar meðal annars að Celtic sé ekki á eftir Joe Hart og að Jordon Ibe, fyrrum kantmaður Bournemouth og Liverpool, sé að íhuga að leita utan Englands í leit að næsta félagsliði sínu.

Hann segir þá jafnframt að mikil barátta sé um Adam Lallana, leikmann Liverpool sem er að verða samningslaus.

Fjögur félög eru á eftir hinum 32 ára gamla Lallana, sem yfirgefur Liverpool í næstu viku. Burnley, Brighton, Everton og Leicester hafa sýnt honum áhuga.

Jóhann Berg Guðmundsson leikur með Burnley og Gylfi Þór Sigurðsson leikur með Everton.

Pistilinn má lesa í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner