Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. júlí 2021 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Ajer að ganga til liðs við Brentford
Kristoffer Ajer er á leið í ensku úrvalsdeildina
Kristoffer Ajer er á leið í ensku úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Brentford er að ganga frá kaupum á norska varnarmanninum Kristoffer Ajer en hann kemur frá Celtic í Skotlandi.

Ajer er 23 ára gamall og er miðjumaður að upplagi en hefur verið að spila í hjarta varnarinnar hjá Celtic.

Hann hefur síðustu ár verið orðaður við mörg af stærstu félögum Evrópu en er nú á leið í ensku úrvalsdeildina.

Brentford, sem kom sér upp í úrvalsdeildina fyrir tímabilið, hefur náð samkomulagi við Celtic um kaup á leikmanninum en Brentford greiðir 13,5 milljónir punda fyrir þjónustu hans.

Ajer stóðst læknisskoðun í dag og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu dögum.

Sænski landsliðsmaðurinn Carl Starfelt kemur til Celtic í stað Ajer en er á mála hjá Rubin Kazan í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner