Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. júlí 2021 20:46
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal fer ekki til Bandaríkjanna - Smit í hópnum
Arsenal fer ekki til Flórida
Arsenal fer ekki til Flórida
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal fer ekki í æfingaferð til Bandaríkjanna eftir að smit kom upp í hópnum. Þetta kemur fram á Sky Sports.

Arsenal átti að ferðast til Flórida á miðvikudag en leikmenn hafa verið skimaðir fyrir kórónaveirunni fyrir brottför.

Samkvæmt Sky Sports komu upp nokkur smit innan hópsins sem átti að ferðast og hefur því verið hætt við ferðina.

Þetta er mikið högg fyrir Arsenal sem átti að spila á æfingamóti ásamt Everton, Inter og kólumbíska liðinu Millonairos.

Fyrsti leikur Arsenal í ensku úrvalsdeildinni er gegn nýliðum Brentford þann 13. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner