Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. júlí 2021 09:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea heyrir í West Ham - Van de Beek skipt fyrir Umtiti?
Powerade
Declan Rice í leik á Laugardalsvelli.
Declan Rice í leik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nuno Mendes.
Nuno Mendes.
Mynd: EPA
Donny van de Beek var ekki í stóru hlutverki á síðustu leiktíð.
Donny van de Beek var ekki í stóru hlutverki á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA
Samuel Umtiti.
Samuel Umtiti.
Mynd: Getty Images
Þá er það slúður dagsins; það kemur hérna.



Chelsea veit að Declan Rice (22), miðjumaður West Ham og enska landsliðsins, vill koma í bláa hluta London. Chelsea ætlar að hafa samband við West Ham til þess að sjá hvað þarf til að ganga frá kaupunum. (Express)

Callum Hudson-Odoi (20) ætlar að vera áfram hjá Chelsea og berjast fyrir sæti sínu. Hann er ekki á leið til Bayern München í skiptum fyrir Kingsley Coman (25). (Sun)

Manchester City hefur áhuga á Nuno Mendes (19), bakverði Sporting Lissabon, en er ekki tilbúið að borga 50 milljón punda verðmiðann sem Sporting hefur sett á hann. (Fabrizio Romano)

Atletico Madrid ítrekar að bakvörðurinn Kieran Trippier (30) sé ekki til sölu þrátt fyrir áhuga Manchester United. Atletico er samt sem áður tilbúið með skotmörk ef Trippier fer; það eru Nelson Semedo (27), bakvörður Wolves, eða Giovanni di Lorenzo (27), bakvörður Napoli. (AS)

Tottenham er í viðræðum um kaup á Cristian Romero (23), miðverði Atalanta. (Football.london)

Wolves hefur fengið tækifæri til að festa kaup á Martin Braithwaite (30), sóknarmanni Barcelona. (Mail)

Arsenal er áfram ekki líklegt til að landa Manuel Locatelli (23), miðjumanni Sassuolo. Þrátt fyrir að félagið sé tilbúið að borga 34 milljón punda verðmiða hans. Locatelli vill fara til Juventus til að spila í Meistaradeildinni. (Mirror)

Raphael Varane (28) er opinn fyrir því að fara í ensku úrvalsdeildina og það verður ekki vandamál fyrir hann að ná persónulegu samkomulagi við Manchester United. (Guardian)

Man Utd færist nær því að landa Varane frá Real Madrid. (Manchester Evening News)

Napoli hafnaði 30 milljón punda tilboði Man Utd í miðvörðinn Kalidou Koulibaly (30). (Gazzetta dello Sport)

United er tilbúið að sýna þolinmæði í eltingarleiknum á Eduardo Camavinga (18), miðjumanni Rennes. United vonast til að lækka verðmiða hans. (The Athletic)

Spænska úrvalsdeildarfélagið Villarreal vill kaupa hollenska kantmanninn Arnaut Danjuma (24) frá Bournemouth. (Sun)

Danny Ings (28), sóknarmaður Southampton, er með hugann við félagaskipti til annað hvort Manchester City eða Manchester United. Southampton hefur ekki enn fengið fyrirspurn í hann. (Talksport)

Everton hefur áhuga á Dwight McNeil (21), kantmanni Burnley, og gæti hann farið á 25 milljónir punda. Aston Villa er einnig áhugasamt. (Liverpool Echo)

Burnley hefur sýnt áhuga á Maxwel Cornet (24), bakverði Lyon í Frakklandi. (L'Equipe)

Brighton er að reyna að fá Nathaniel Phillips (24), miðvörð Liverpool, til að fylla í skarð Ben White (23) sem er á leið til Arsenal. (Talksport)

Newcastle og Brentford eru að skoða Jens Cajuste (21), miðjumann Midtjylland í Danmörku. Hann var sagður á leið til Rennes í Frakklandi en það gekk ekki eftir. (RMC Sport)

Southampton, Leeds og West Ham hafa öll sýnt áhuga á að fá miðjumanninn Yangel Herrera (23) frá Manchester City. Hann var á láni hjá Granada á Spáni á síðustu leiktíð og er metinn á 25 milljónir punda. (Sun)

Barcelona var boðið að kaupa Donny van de Beek (24) frá Manchester United. Barcelona bauð Man Utd að fá franska miðvörðinn Samuel Umtiti (27) sem hluta af mögulegum kaupum á Van de Beek. (Sport)

Leeds er að íhuga að reyna að kaupa Adama Traore (25) frá Úlfunum. (90min)

Lewis Bates (19), ungstirni Chelsea, er undir smásjá Liverpool, West Ham, Leeds og Southampton. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. (Mail)

Bournemouth er líklegasti áfangastaður miðvarðarins Scott Dann (34) sem er núna samningslaus. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner