þri 20. júlí 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Juventus kaupir leikmann frá Ull/Kisa
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus er að ganga frá kaupum á Elias Solberg, leikmanni Ull/Kisa í norsku B-deildinni.

Elias er 17 ára gamall og kemur upp úr unglingastarfi Ull/Kisa. Hann spilar sem vængmaður.

Mörg stórlið á Ítalíu sóttust eftir kröftum hans en Milan og Juventus lögðu fram tilboð.

Hann valdi Juventus á endanum en félagið vildi alls ekki missa af því að fá hann eftir að hafa misst af því að næla í Erling Braut Haaland fyrir nokkrum árum.

„Við förum í flugvélina á laugardaginn og svo fer hann í læknisskoðun. Hann er klár í þetta. Þetta verður spennandi og hann fær að þroskast í ró og næði, þannig þetta hentar honum vel," sagði faðir leikmannsins.

Solberg mun spila fyrir U23 ára lið Juventus til að byrja með en liðið leikur í C-deildinni á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner