Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. júlí 2021 14:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolbeinn leikmaður umferðarinnar í Svíþjóð
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Guðmundur Svansson
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er leikmaður umferðarinnar í sænsku úrvalsdeildinni.

Kolbeinn átti stórleik á sunnudag þegar lið hans, Gautaborg, vann sigur gegn Mjällby.

Hann hefur verið meiðslafrír á þessu tímabili og er að finna góðan takt með Gautaborg sem eru frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið.

Kolbeinn skoraði og jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Staðan var 1-1 í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik átti Kolbeinn stoðsendinguna þegar Marcus Berg, sem spilaði með Svíþjóð á EM, kom Gautaborg í 2-1. Mjällby jafnaði metin en Gautaborg fór með 3-2 sigur af hólmi.

Gautaborg hefur núna unnið tvo leiki í röð og er í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Discovery + valdi Kolbein leikmann umferðarinnar eins og sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner