Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. júlí 2021 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Leitin hjá Keflvíkingum gengur erfiðlega - „Vonandi náum við að styrkja okkur"
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur, viðurkenndi það fúslega að það gæti reynst erfitt að styrkja liðið í þessum glugga.

Keflvíkingar leitast eftir því að styrkja hópinn áður en sumarglugginn lokar en leitin er að reynast þeim erfið.

Margir þjálfarar hafa tjáð sig um leikmannamálin og það sé erfitt að finna leikmenn á góðu verði og tekur Sigurður Ragnar undir það.

„Við erum að skoða leikmannamálin og eins og flestir þjálfarar í deildinni hafa verið að segja að þá er markaðurinn erfiður. Það er erfitt að fá leikmenn sem styrkja byrjunarliðið eða hópinn okkar sem eru í leikæfingu og kosta ekki of mikið," sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net.

„Við erum samt að skoða í kringum okkur og vonandi náum við að styrkja liðið eitthvað í þessum glugga. Við ætlum ekki bara að taka einhvern til að gera eitthvað. Þetta verður að styrkja okkur," sagði hann ennfremur.
Siggi Raggi: Algjör óþarfi hjá okkur að tapa þessu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner