þri 20. júlí 2021 20:07
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Blikar í sjöunda himni - Tindastóll upp úr fallsæti
Breiðablik vann þægilegan sigur
Breiðablik vann þægilegan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er komið tímabundið í toppsæti Pepsi Max-deildar kvenna eftir 7-2 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli í kvöld. Tindastóll er þá komið upp úr fallsæti eftir 2-1 sigur á Fylki.

Blikar byrjuðu með látum gegn Eyjakonum. ÍBV vann fyrri leikinn á Hásteinsvelli nokkuð óvænt og náðu Blikar að hefna fyrir það en Heiðdís Lillýardóttir skoraði strax á 5. mínútu áður en Chloé Nicole Vande Velde bætti við öðru sjö mínútum síðar.

Eyjakonur minnku muninn á 20. mínútu með marki úr víti áður en Heiðdís svaraði aftur með þriðja marki Blika. Staðan í hálfleik 3-1 fyrir Blika sem bættu við fjórum mörkum til viðbótar í þeim síðari.

Hanna Kallmaier náði að koma ÍBV aftur inn í leikinn þegar um það bil hálftími var eftir. Hildur Antonsdóttir kom inná sem varamaður hjá Blikum eftir markið og lét strax til sín taka með marki sex mínútum síðar.

Hún lagði svo upp fimma mark Blika fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur áður en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir skoraði sjötta markið eftir undirbúning frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Hildur kórónaði svo frábæra frammistöðu með öðru marki sínu í blálokin og 7-2 sigur staðreynd og óhætt að segja að þær séu í sjöunda himni yfir þessum sigri.

Blikar fara á toppinn með 24 stig. Á sama tíma gerðu Selfoss og Þór/KA 1-1 jafntefli.

Karen María Sigurgeirsdóttir kom Þórsurum yfir á 34. mínútu en Eva Núra Abrahamsdóttir jafnaði metin fyrir Selfoss þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Nýliðar Tindastóls eru heldur betur að finna taktinn og tókst liðinu að komast upp úr fallsæti með 2-1 sigri á Fylki. Murielle Tiernan skoraði strax á 7. mínútu áður en Laura-Roxana Rus tvöfaldaði forystuna tuttugu mínútum síðar.

Helena Ósk Hálfdánardóttir gaf Fylki líflínu á 67. mínútu en lengra komst liðið ekki. Lokatölur 2-1 og Tindastóll upp í 8. sæti með 11 stig. Fylkir er á botninum með 9 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Breiðablik 7 - 2 ÍBV
1-0 Heiðdís Lillýardóttir ('5 )
2-0 Chloé Nicole Vande Velde ('12 )
2-1 Þóra Björg Stefánsdóttir ('20 , víti)
3-1 Heiðdís Lillýardóttir ('33 )
3-2 Hanna Kallmaier ('64 )
4-2 Hildur Antonsdóttir ('72 )
5-2 Selma Sól Magnúsdóttir ('83 )
6-2 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('90 )
7-2 Hildur Antonsdóttir ('92 )
Lestu um leikinn

Selfoss 1 - 1 Þór/KA
0-1 Karen María Sigurgeirsdóttir ('34 )
1-1 Eva Núra Abrahamsdóttir ('80 )
Lestu um leikinn

Tindastóll 2 - 1 Fylkir
1-0 Murielle Tiernan ('7 )
2-0 Laura-Roxana Rus ('27 )
2-1 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('67 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner