mið 20. júlí 2022 22:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Akureyri.net 
Birkir Bjarna: Vonandi er gamla bandið ekki búið að vera
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var í skemmtilegu spjalli við X á Akureyri.net á dögunum. Hann ræddi meðal annars um stöðuna á landsliðinu.

Birkir er eini leikmaðurinn í hópnum sem er eftir af 'gamla bandinu'. Menn eru farnir að kalla þá helstu sem voru í hópnum þegar liðið var uppá sitt besta, Gamla bandið.

„Það er mjög skrýtið að vera einn eftir úr gamla bandinu,“ sagði Birkir við Akureyri.net. 

Hann segist þó vera farinn að tengja vel við ungu strákana.

„Við höfðum verið lengi saman og upplifað ótrúlega margt skemmtilegt. Það gerðist svo allt í einu að margir fóru út úr hópnum nánast á sama tíma, það var í raun mikið áfall fyrst en svo venst það; nú er að koma flottir og efnilegir strákar inn í liðið, strákar sem maður er að tengjast smám saman,“ segir Birkir.

Leikmenn hafa verið frá af ýmsum ástæðum, meiðslum og öðru.

„Vonandi er gamla bandið ekki alveg búið að vera. Sumir hafa verið frá vegna meiðsla, sumir af öðrum ástæðum, en ég vona að einhverjir þeirra komi til baka – vonandi sem flestir,“  sagði Birkir að lokum.


Athugasemdir
banner
banner