Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
   sun 20. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Umdeilt atvik á Egilsstöðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jón Margeir Þórisson
Það fóru þrír leikir fram í 5. deildinni í gær þar sem Uppsveitir og Hörður Ísafirði unnu sína leiki í A-riðli.

Uppsveitir rústuðu Reyni frá Hellissandi í botnslagnum á meðan Hörður marði Létti á Ísafirði.

Jose Torralba var atkvæðamestur með þrennu í liði Uppsveita og var Gabríel Heiðberg Kristjánsson hetjan á Ísafirði þar sem hann leiddi endurkomu Harðar með tvennu.

Hörður jafnaði Létti á stigum með sigrinum, en liðin eru um miðjan riðil með 14 stig eftir 10 umferðir. Þau eru sjö stigum á eftir toppliði Álafoss sem á leik til góða en hefur verið að misstíga sig að undanförnu.

Spyrnir rúllaði þá yfir SR í B-riðlinum þar sem staðan var orðin 5-0 í hálfleik. Isaac Kwateng, vallarstjóri Þróttar R., skoraði eina mark Skautafélagsins úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Umdeilt atvik kom upp í leiknum á Egilsstöðum þar sem Isaac náðist á myndband við að gefa varnarmanni Spyrnis það sem virðist vera viljandi olnbogaskot í andlitið víðsfjarri boltanum. Dómari sá ekki atvikið og dæmdi því ekkert, en málið gæti ratað inn á borð aganefndar.

Hrafn Sigurðsson var atkvæðamestur í liði Spyrnis með fernu í stórsigrinum og er Spyrnir í öðru sæti riðilsins, með 17 stig úr 10 leikjum. Liðið er þó fimm stigum á eftir toppliði KFR sem á leik til góða og virðist vera óstöðvandi um þessar mundir.

A-riðill
Uppsveitir 7 - 0 Reynir H
1-0 Alfonso David Porras Nino ('10 )
2-0 Jose David Martinez Torralba ('21 )
3-0 Lukas Kvietiok ('33 )
4-0 Magnús Skúli Kjartansson ('38 )
5-0 Jose David Martinez Torralba ('48 )
6-0 Jose David Martinez Torralba ('66 )
7-0 Gústaf Sæland ('80 )

Hörður Í. 3 - 2 Léttir
0-1 Björn Ómar Úlfarsson ('15 )
1-1 Pétur Guðni Einarsson ('16 )
1-2 Kristján Ólafsson ('20 )
2-2 Gabríel Heiðberg Kristjánsson ('32 )
3-2 Gabríel Heiðberg Kristjánsson ('87 )

B-riðill
Spyrnir 9 - 1 SR
1-0 Hrafn Sigurðsson ('4 )
2-0 Hrafn Sigurðsson ('9 )
3-0 Eyþór Atli Árnason ('31 )
4-0 Hrafn Sigurðsson ('34 )
5-0 Arnór Snær Magnússon ('44 )
5-1 Isaac Kwateng ('65 , Mark úr víti)
6-1 Hrafn Sigurðsson ('68 )
7-1 Jakob Jóel Þórarinsson ('71 )
8-1 Hilmir Hólm Gissurarson ('84 )
9-1 Helgi Magnús Gunnlaugsson ('85 )
5. deild karla - A-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Álafoss 9 7 0 2 30 - 21 +9 21
2.    Skallagrímur 9 6 1 2 31 - 16 +15 19
3.    Smári 9 4 3 2 34 - 14 +20 15
4.    Hörður Í. 10 4 2 4 30 - 15 +15 14
5.    Léttir 10 4 2 4 31 - 24 +7 14
6.    KM 9 4 1 4 17 - 14 +3 13
7.    Uppsveitir 10 4 1 5 21 - 22 -1 13
8.    Reynir H 10 0 0 10 7 - 75 -68 0
5. deild karla - B-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KFR 9 7 1 1 25 - 14 +11 22
2.    Spyrnir 10 5 2 3 36 - 24 +12 17
3.    BF 108 8 4 2 2 20 - 12 +8 14
4.    RB 8 4 2 2 19 - 15 +4 14
5.    Úlfarnir 9 3 2 4 25 - 29 -4 11
6.    SR 10 2 3 5 27 - 39 -12 9
7.    Þorlákur 9 2 2 5 16 - 28 -12 8
8.    Stokkseyri 9 2 0 7 18 - 25 -7 6
Athugasemdir
banner
banner