Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa búið að bæta þremur við sig í sumar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa er búið að krækja sér í þrjá nýja leikmenn hingað til í sumarglugganum en félagaskiptin hafa öll flogið undir ratsjána.

Núna fyrir fimm dögum gekk Villa frá kaupum á markverðinum Marco Bizot sem er 34 ára og kemur úr röðum Brest fyrir um 3 til 4 milljónir evra.

Bizot hefur verið aðalmarkvörður nánast allan ferilinn og lék með Groningen, Genk og AZ Alkmaar áður en hann flutti til Frakklands í miðjum COVID faraldri til að spila fyrir Brest.

Hann gerði frábæra hluti hjá Brest og hjálpaði liðinu að ná góðum árangri í Meistaradeild Evrópu. Núna heldur hann til Aston Villa þar sem hann tekur við af Robin Olsen sem varamarkvörður fyrir Emiliano Martínez. Bizot á einn A-landsleik að baki fyrir Holland.

Auk hans hefur Aston Villa einnig krækt sér í tyrkneskan varnarmann sem kemur úr röðum Kasimpasa. Sá heitir Yasin Özcan og er 19 ára gamall.

Hann þykir afar efnilegur og hefur verið lykilmaður í U21 landsliði Tyrkja síðustu tvö ár, auk þess að vera búinn að þreyta frumraun sína með A-landsliðinu.

Talið er að Aston Villa borgi um 8 milljónir evra fyrir Özcan auk þess sem Kasimpasa heldur 20% af endursöluvirði leikmannsins.

Að lokum kom Zépiqueno Redmond á frjálsri sölu frá Feyenoord eftir að samningur hans við hollenska stórliðið rann út.

Redmond er 19 ára Hollendingur sem er hugsaður fyrir varaliðið hjá Villa til að byrja með, þar sem hann hefur litla sem enga reynslu með meistaraflokki. Hann er lykilmaður í U19 landsliði Hollands og hefur í heildina spilað 28 leiki fyrir yngri landsliðin.


Athugasemdir
banner