Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 10:40
Brynjar Ingi Erluson
Bayern ætlar að leggja fram nýtt tilboð í Luis Díaz
Mynd: EPA
Þýska félagið Bayern München er að undirbúa nýtt og endurbætt tilboð í Luis Díaz, leikmann Liverpool og kólumbíska landsliðsins, en þetta segir Fabrizio Romano í dag.

Liverpool hafnaði á dögunum 58,5 milljóna punda tilboði Bayern og það umsvifalaust en félögin munu halda viðræðum áfram á næstu dögum.

Samkvæmt Romano og þýskum miðlum hefur Díaz tjáð Liverpool að hann vilji fara og hefur hann þegar náð samkomulagi við Bayern um kaup og kjör.

Díaz, sem er 28 ára gamall, er efstur á óskalista Vincent Kompany, þjálfara Bayern.

Bayern undirbýr nú nýtt tilboð í Diaz en Liverpool er sagt vilja um 70 milljónir punda.

Náist samkomulag á milli Bayern og Liverpool munu Englandsmeistararnir fara í það að leita að arftaka Díaz, en Rodrygo, leikmaður Real Madrid, er sagður aðalskotmark enska félagsins.
Athugasemdir
banner