Bayern München er með alla öngla úti í leit sinni að vinstri kantmanni en félagið hefur nú sett sig í samband við umboðsmannateymi Leandro Trossard sem er á mála hjá Arsenal á Englandi.
Þýska félaginu hefur gengið illa að finna leikmann á vinstri vænginn og verið orðað við nánast alla á markaðnum.
Nico Williams hafnaði félaginu og ákvað að vera áfram hjá Athletic Bilbao. Florian Wirtz, sem getur spilað fyrir aftan framherja og á vinstri kantinum, fór til Liverpool og þá hefur gengið illa að ná samkomulagi við Englandsmeistarana um Luis Díaz.
Blaðamaðurinn Christian Falk, sem er með afar góð sambönd innan Bayern, segir að nú hafi félagið sett sig í samband við umboðsmenn Leandro Trossard.
Þessi þrítugi vængmaður er á mála hjá Arsenal og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.
Ensku miðlarnar segja að Arsenal sé að undirbúa samningstilboð fyrir Trossard en Bayern telur sig geta boðið honum betri kjör.
Trossard hefur komið að 51 marki fyrir Arsenal síðan hann kom til félagsins frá Brighton fyrir tveimur árum.
Athugasemdir