Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 18:21
Kári Snorrason
Byrjunarlið Víkings og Vals: Gylfi byrjar gegn sínum gömlu félögum
Gylfi mætir sínum gömlu félögum.
Gylfi mætir sínum gömlu félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur fær Val í heimsókn á Víkingsvelli í 15. umferð Bestu-deildar karla, nú í kvöld. Leikur hefst 19:15, en búið er að opinbera byrjunarliðin.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Valur

Sölvi Geir Ottesen, Þjálfari Víkings gerir tvær breytingar frá 8-0 metsigri gegn Malisheva frá Kósovó.

Inn í byrjunarliðið koma þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Davíð Örn Atlason.

Óskar Borgþórsson er á bekk Víkinga og gæti hann komið við sögu í sínum fyrsta leik. Daði Berg Jónsson er utan hóps vegna meiðsla, en Daði var kallaður til baka úr láni frá Vestra á dögunum.

Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals gerir sömuleiðis tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-2 útisigri gegn Flora Tallin.

Inn í liðið koma þeir Albin Skoglund og Patrick Pedersen, í stað Adams Ægis og Sigurðar Egils.


Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth (f)
7. Erlingur Agnarsson
11. Daníel Hafsteinsson
15. Róbert Orri Þorkelsson
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson

Byrjunarlið Valur:
18. Frederik Schram (m)
2. Tómas Bent Magnússon
4. Markus Lund Nakkim
6. Bjarni Mark Duffield
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
Athugasemdir
banner
banner