Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi greinir frá því að Galatasaray er komið með munnlegt samkomulag við Ederson.
Galatasaray þarf núna að semja við Manchester City um kaupverð fyrir þennan brasilíska markvörð sem á eitt ár eftir af samningi sínum.
Júlio César, fyrrum landsliðsmarkvörður Brasilíu, er umboðsmaður Ederson og náði hann samkomulagi við Galatasaray um samningsmál fyrir skjólstæðing sinn.
Man City er búið að eyrnamerkja James Trafford, sem ólst upp hjá félaginu, sem arftaka fyrir Ederson.
Það gæti þó vel verið að Ederson verði áfram hjá Man City þar sem Galatasaray er ekki talið vera reiðubúið til að borga hátt kaupverð fyrir Ederson.
Athugasemdir