Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Hafna fréttum um að Man Utd sé í viðræðum um Gyökeres
Mynd: EPA
Blaðamennirnir Ben Jacobs og Fabrizio Romano segja ekkert til í fréttum portúgalskra miðla um að Manchester United sé komið aftur í baráttuna um sænska framherjann Viktor Gyökeres.

A Bola og Sic Noticias greindu frá því fyrr í dag að United væri búið að skrá sig aftur í kapphlaupið um Gyökeres þar sem viðræður Arsenal og Sporting hafa kólnað á síðustu dögum.

Þar var greint frá því að Man Utd væri nálægt samkomulagi um þennan mikla markaskorara, en Jacobs hjá GiveMeSport og Romano hafna þessu báðir.

Þeir segja að Gyökeres vilji aðeins fara til Arsenal og hann hafi náði samkomulagi við Arsenal í síðasta mánuði.

Margir stuðningsmenn Arsenal eru sannfærðir um að Sporting hafi átt einhvern þátt í fréttum um áhuga Man Utd á Gyökeres til þess að fá viðbrögð frá Arsenal.

Samkvæmt erlendu miðlunum hefur Sporting ekkert heyrt frá Arsenal í sex daga. Arsenal lagði fram 73,5 milljóna evra tilboð á dögunum, þar af tíu milljónir í árangurstengdar greiðslur, en Sporting vill að það verði auðvelt að virkja þau ákvæði.

Eins og staðan er núna er Gyökeres á leið til Arsenal en Jacobs segir að það megi búast við frekari fréttum á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner