Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 09:22
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool kaupir Ekitike á 82 milljónir punda - Fer í læknisskoðun á næstu dögum
Hugo Ekitike er á leið til Liverpool
Hugo Ekitike er á leið til Liverpool
Mynd: EPA
Liverpool og Eintracht Frankfurt hafa náð samkomulagi um kaup og sölu á franska sóknarmanninum Hugo Ekitike. Fabrizio Romano og Florian Plettenberg greina frá þessu á samfélagsmiðlum í dag.

Englandsmeistararnir greiða Frankfurt 78 milljónir punda og bætast 4 milljónir í bónusa ofan á grunnverðið.

Ekitike, sem er 23 ára gamall, fer í læknisskoðun hjá Liverpool á næstu dögum áður en hann skrifar undir sex ára samning við enska stórveldið.

Frakkinn skoraði 15 mörk og gaf 8 stoðsendingar í þýsku deildinni á síðustu leiktíð og alls komið að 29 mörkum í deildinni síðan hann kom frá Paris Saint-Germain fyrir einu og hálfu ári síðan.

Romano segir „Here we go!“ við félagaskiptin og má því fullyrða að þetta sé klappað og klárt.

Salan er sú næst stærsta í sögu Frankfurt og á möguleika á því að jafna hana, en Randal Kolo Muani var seldur frá félaginu til Paris Saint-Germain fyrir 95 milljónir evra árið 2023.


Athugasemdir
banner
banner