Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Mbeumo stóðst læknisskoðun og búinn að skrifa undir - Markvörður á leiðinni?
Mynd: Man Utd
Kamerúnski sóknarmaðurinn Bryan Mbeumo er orðinn leikmaður Manchester United ef marka má orð Fabrizio Romano á X í dag.

Man Utd og Brentford náðu samkomulagi um Mbeumo um helgina en United samþykkti að greiða 65 milljónir punda og mun kaupverðið hækka um sex milljónir ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Hann fékk leyfi til að ferðast til Manchester til að ganga frá sínum málum og hefur hann nú staðiðst læknisskoðun og skrifað undir fimm ára samning með möguleika á einu ári til viðbótar.

Mbeumo verður þriðji leikmaðurinn sem Man Utd fær í sumar á eftir Diego Leon og Matheus Cunha.

Fabrizio Romano segir Man Utd þá hafa verið í sambandi við belgíska félagið Antwerp varðandi möguleg kaup á markverðinum Senne Lammens.

Lammens er 23 ára gamall og eitt af mörgum nöfnum sem eru á lista United.

Argentínumaðurinn Emiliano Martínez er einnig á listanum en það yrði töluvert dýrara að fá hann. Aston Villa er sagt vilja 40 milljónir punda og er United því að skoða aðra ódýrari kosti í stöðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner