Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 14:42
Brynjar Ingi Erluson
Nunez skoraði þrennu í æfingaleik gegn Stoke
Darwin Nunez er sjóðandi heitur í byrjun undirbúningstímabilsins
Darwin Nunez er sjóðandi heitur í byrjun undirbúningstímabilsins
Mynd: EPA
Úrúgvæski framherjinn Darwin Nunez skoraði þrennu er Liverpool vann 5-0 stórsigur á Stoke City í æfingaleik sem spilaður var fyrir luktum dyrum í Kirkby í dag.

Nunez, sem hefur verið orðaður við Napoli og félög í Sádi-Arabíu síðustu vikur, hefur farið vel af stað á undirbúningstímabilinu.

Hann skoraði í 3-1 sigri Liverpool á Preston síðustu helgi og setti síðan þrennu gegn Stoke í dag.

Úrúgvæinn gerði öll þrjú mörk sín í fyrri hálfleik og þá komst táningurinn Rio Ngumoha einnig á blað áður en flautað var til hálfleiks.

Federico Chiesa skoraði fimmta og síðasta markið í síðari hálfleik eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Florian Wirtz, dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, spilaði leikinn sem 'tía' fyrir aftan þá Nunez, Ngumoha og Mohamed Salah.

Liverpool heldur nú í ferð til Asíu þar sem það mun spila leiki gegn AC Milan og Yokohama Marinos áður en það heldur aftur heim til Englands.
Athugasemdir
banner