Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi greinir frá því að Manchester United sé byrjað að skoða Benjamin Sesko framherja Leipzig.
Rauðu djöflarnir eru í leit að nýjum framherja alveg eins og samkeppnisaðilar þeirra í ensku úrvalsdeildinni sem hafa allir verið orðaðir við sömu leikmenn í sumar.
Eftir kaup á Matheus Cunha og Bryan Mbeumo ætlar Man Utd að fjárfesta í framherja en Viktor Gyökeres virðist vera á leið til Arsenal. Þess vegna snýr félagið sér að Sesko, en verðmiðinn á honum er talinn vera í kringum 90 til 100 milljónir evra.
Man Utd er þó ekki eingöngu að skoða Sesko því Nicolas Jackson hjá Chelsea kemur einnig til greina og er falur fyrir lægra kaupverð.
Athugasemdir