Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Antony er eins og sonur fyrir mér
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Erik ten Hag nýr þjálfari Bayer Leverkusen var spurður út í brasilíska kantmanninn Antony.

Ten Hag var við stjórnvölinn hjá Ajax þegar félagið keypti Antony úr röðum Sao Paulo fyrir tæpar 20 milljónir evra sumarið 2020 og tók svo við Manchester United tveimur árum síðar.

Hann sannfærði stjórnendur Man Utd um að kaupa Antony yfir í enska boltann sama sumar, fyrir tæpar 100 milljónir evra, en leikmaðurinn stóðst ekki væntingar.

Antony kom aðeins að 17 mörkum í 96 leikjum með Man Utd og var lánaður til Real Betis á síðustu leiktíð. Þar reyndist hann vera meðal bestu leikmanna liðsins og vakti nokkurn áhuga á sér.

Í vikunni var Ten Hag spurður hvort Leverkusen hefði áhuga á að klófesta Antony í sumar.

„Þetta er mjög gæðamikill fótboltamaður, ég hef fengið hann tvisvar sinnum til liðs við mig. Hann er eins og sonur fyrir mér," sagði Ten Hag, en bætti svo við að Leverkusen væri ekki að skoða hann á þessum tímapunkti.

„Við höfum ekki áhuga á honum sem skotmarki þessa stundina en við sjáum til hvað gerist í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner