Thomas Frank þjálfari Tottenham segir að félagið sé enn í leit af nýjum leikmönnum til að styrkja hópinn fyrir komandi átök næstu leiktíðar.
Tottenham er þegar búið að krækja í Mohammed Kudus, Kevin Danso, Mathys Tel, Luka Vuskovic og Kota Takai í sumar en ætlar að halda áfram að bæta við sig.
„Það leikur enginn vafi á því að við þurfum að vera með samkeppnishæfan leikmannahóp ef við viljum berjast í öllum keppnum," sagði Frank á sínum fyrsta fréttamannafundi frá ráðningu sinni í þjálfarastólinn hjá Spurs.
„Það er mikið af mjög góðum leikmönnum í hópnum og félagið er að leita af nýjum mönnum til að fylla í eyðurnar."
Frank var meðal annars spurður út í Cristian Romero sem hefur verið orðaður við félagaskipti í sumar og fyrrum lærisvein sinn Bryan Mbeumo, sem er á leið til Manchester United fyrir um 70 milljónir punda.
„Cuti líður vel hérna. Hann er spenntur fyrir tímabilinu og ég býst ekki við að hann fari.
„Bryan er stórkostlegur leikmaður sem ég þjálfaði í fimm ár. Hann á skilið að fá þessi félagaskipti, hvert sem hann fer. Ég óska honum alls hins besta."
Athugasemdir