Valur er yfir í hálfleik í stórleiknum gegn Víkingi, auk þess sem Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, fékk rautt spjald rétt fyrir hálfleik.
Ef Valur vinnur leikinn þá jafnar liðið toppliðin, Víking og Breiðablik, að stigum í Bestu deildinni.
Ef Valur vinnur leikinn þá jafnar liðið toppliðin, Víking og Breiðablik, að stigum í Bestu deildinni.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 Valur
Víkingur fékk dauðafæri til að komast yfir á 7. mínútu en Frederik Schram varði frábærlega frá Nikolaj Hansen. Albin Skoglund kom svo Val yfir á 40. mínútu.
„Kristinn Freyr með frábæra sendingu í gegn á Albin Skoglund sem er einn gegn markverði og lyftir boltanum snyrtilega yfir Ingvar og í netið!" skrifaði Kári Snorrason í textalýsingu frá leiknum.
Á 44. mínútu fékk Ingvar svo rautt eftir að hafa keyrt Jónatan Inga niður. Hann verður í banni gegn Fram eftir viku.
Athugasemdir