Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 20. ágúst 2018 09:11
Magnús Már Einarsson
Alisson æfði með rugby búnað fyrir leikinn í kvöld
Klár í hörkuna í kvöld.
Klár í hörkuna í kvöld.
Mynd: Getty Images
Alisson, markvörður Liverpool, hefur undanfarna daga æft með sérstaka varnarveggi sem leikmenn í rugby nota á æfingum sínum. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill að Alisson sé klár í hörku í leiknum gegn Crystal Palace í kvöld klukkan 19:00 á Shelhurst Park.

„Þetta er ekki rugby. Þetta er markmannsæfing. Þegar Loris (Karius) kom til Englands gerði hann þetta og Alisson er að sjálfsögðu að gera þetta líka," sagði Klopp.

„Þetta er eðlileg markmannsæfing. Þetta er sniðugt því að markteigurinn er ekki öruggt svæði fyrir markmanninn."

„Við gerum þetta oft á æfingum þar sem við æfum föst leikatriði og það eru 22 leikmenn í vítateignum. 22 er kannski of mikið, en klárlega 15."

„Það er nóg um að vera þarna og við gerum þetta til að markmennirnir nái að venjast því. Þetta snýst allt um tímasetningu. Við sjáum hvernig þetta gengur en fyrst og fremst fengum við hann hingað út af hlutum sem hann er nú þegar góður í."

Athugasemdir
banner
banner
banner