Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 20. ágúst 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Karius til Tyrklands?
Powerade
Loris Karius gæti verið á förum frá Liverpool.
Loris Karius gæti verið á förum frá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ný vika, nýr dagur, nýr slúðurpakki. Kíkjum á helsta slúður dagsins!



Loris Karius, markvörður Liverpool, er í viðræðum við tyrkneska félagið Besiktas. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er tilbúinn að leyfa Karius að fara. (Mirror)

Manchester City vill framlengja samning sinn við varnarmanninn John Stones (24). Samningur Stones í dag er til ársins 2022. (Sun)

Ruben Loftus-Cheek (22) ætlar að ræða við forráðamenn Chelsea í vikunni um framtíð sína hjá félaginu. Loftus-Cheek vill fara á lán ef Maurizio Sarri lofar honum ekki spiltíma. (Sun)

David De Gea (27) er nálægt því að ganga frá nýjum samningi við Manchester United sem færir honum 200 þúsund pund í laun á viku. (Mirror)

Andrew Robetson, vinstri bakvörður Liverpool, er ekki að drífa sig að gera nýjan samning og ólíklegt er að rætt verði um nýjan samning á þessu tímabili. (Liverpool Echo)

Divock Origi (23) framherji Liverpool er á óskalista Borussia Dortmund. (Liverpool Echo)

Leon Bailey (21) hefur skrifað undir nýjan samning við Bayer Leverkusen. Manchester United, Liverpool og Chelsea hafa sýnt honum áhuga. (Goal)

Alvaro Morata (25) framherji Chelsea segist ekki hafa íhugað að fara frá félaginu í sumar þrátt fyrir ýmsar vangaveltur þess efnis. (Mail)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segist vera orðinn mjög þreyttur á að ræða um leikmannakaup. Tottenham keypti engan leikmann í sumar og Pochettino er mikið spurður út í það. (Sky Sports)

Ekkert er að gerast í samningaviðræðum Arsenal og miðjumannsins Aaron Ramsey (27) en hann verður samningslaus næsta sumar. (Sun)

Aston Villa vill fá Sheyi Ojo (21) kantmann Liverpool á láni. (Birmingham Live)
Athugasemdir
banner
banner
banner