Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 20. ágúst 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
„Mourinho hefur ekki hugmynd um sitt besta byrjunarlið"
Jose Mourinho stjóri Manchester United.
Jose Mourinho stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp, sérfræðingur hjá Sky Sports, lét Jose Mourinho og Manchester United heyra það eftir 3-2 tapið gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Hvað er besta byrjunarlið hans? Ég held að hann hafi ekki hugmynd um hvert besta byrjunarliðið er," sagði Redknapp um Mourinho.

„Vandamálið hjá Manchester United er að þú horfir á hin liðin og þú veist nákvæmlega hvað þau eru að reyna að gera og hvernig þau reyna að spila. Ég hef aldrei séð lið sem vantar jafnmikinn vilja í að koma til baka í leik."

„Hversu mikið meira af pening getur þú eytt í vandamálið? Hann hefur keypt (Victor) Lindelöf og (Eric) Bailly og þeir voru mjög lélegir í dag (í gær). Af hverju ættir þú að treysta honum (Mourinho) til að eyða meiri pening?"

„Ég spilaði gegn Mancheser United í mörg ár og þú máttir alltaf búast við endurkomu. Þú getur tapað leik en ég hef ekki séð United tapa leik á svona hátt í langan tíma. Þeir sýndu engan vilja til að koma til baka. Það vantaði áhuga og það er áhyggjuefni fyrir Manchester United."

Athugasemdir
banner
banner
banner