Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 20. ágúst 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino þreyttur á að tala um Alderweireld
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur farið vel af stað og er komið með tvo sigra eftir tvær umferðir eftir 3-1 sigur gegn Fulham um helgina.

Toby Alderweireld, sem hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu, spilaði allan leikinn eftir að hafa setið allan tímann á bekknum í fyrstu umferðinni gegn Newcastle.

Fréttamenn spurðu Mauricio Pochettino hvort Alderweireld væri óánægður hjá Tottenham og hvort hann myndi yfirgefa félagið í sumar.

„Ég er orðinn mjög þreyttur á því að tala um hvort einhverjir leikmenn séu ánægðir eða ekki. Auðvitað vilja allir alvöru atvinnumenn spila fótbolta og eru vonsviknir þegar þeir fá ekki að spila," sagði Pochettino við fjölmiðla.

„Þið Englendingar sömduð þessar reglur. Það eru 25 leikmenn í hópnum fyrir tímabilið en bara 11 mega spila. Þá eru 14 sem spila ekki, það verður alltaf einhver sár.

„Ég vil ekki eyða meiri tíma í að ræða um hvort einstaka leikmenn séu hamingjusamir. Þetta er mjög einfalt, ef þú leggur þig ekki hundrað prósent fram þá færðu ekki að spila. Ef þú ert ósáttur þá geturðu annað hvort beðið eftir að ég verði rekinn eða farið einhvert annað."


Pochettino neitar því alfarið að hafa leyft Alderweireld að spila síðasta leik vegna pressu frá stuðningsmönnum, fjölmiðlum og stjórn félagsins.

„Leikmenn sem leggja sig ekki fram eru frjálsir ferða sinna, þeir mega fara. Ég bogna ekki undan pressu, ég hætti frekar í starfinu heldur en að láta einhvern annan taka mína ákvörðun fyrir mig.
Athugasemdir
banner
banner
banner