Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 20. ágúst 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vazquez skiptir yfir í argentínska landsliðið
Mynd: Getty Images
Sóknartengiliðurinn Franco Vazquez hefur ákveðið að skipta úr ítalska landsliðinu yfir í það argentínska, þrátt fyrir að eiga tvo leiki að baki fyrir Ítalíu.

Vazquez er fæddur í Argentínu en móðir hans er ítölsk og valdi hann að spila fyrir ítalska landsliðið þegar hann var kallaður í hópinn fyrir þremur árum.

Vazquez spilaði tvo æfingaleiki en kom aldrei við sögu í keppnisleik og því getur hann valið að spila fyrir Argentínu. Lionel Scaloni, tímabundinn landsliðsþjálfari Argentínu, hefur áhuga á að prófa Vazquez með landsliðinu.

„Ég talaði við Lionel Scaloni og hann sagði að ég gæti verið kallaður upp í næsta landsliðshóp," sagði Vazquez við TyC Sports.

„Ég þakkaði honum fyrir tækifærið og sagðist vera tilbúinn í kallið. Fyrir nokkrum árum valdi ég að spila fyrir Ítalíu en Guði sé lof að ég spilaði ekki keppnisleik. Ég er argentínskur og nú get ég látið drauminn minn um að spila fyrir Argentínu rætast."

Vazquez vakti fyrst athygli á sér sem leikmaður Belgrano í Argentínu og var keyptur til Palermo. Hann var þar í fjögur ár og stóð sig vel, sem leiddi til þess að Sevilla borgaði 15 milljónir evra fyrir hann sumarið 2016.

Vazquez, sem er 29 ára, skoraði fyrsta markið er Sevilla lagði Rayo Vallecano að velli í gær. Það var hans ellefta mark í 53 leikjum í spænsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner