Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. ágúst 2019 15:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal ætlar líka að versla í janúar
Það er hugur í Arsenal-mönnum.
Það er hugur í Arsenal-mönnum.
Mynd: Getty Images
Arsenal ætlar aftur út á leikmannamarkaðinn í janúarglugganum en Unai Emery eyddi yfir 100 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar.

Stuðningsmenn hafa verið pirraðir út í eigandann Stan Kroenke og hve litlu hefur verið eytt í að styrkja liðið en það breyttist í sumar.

Nicolas Pepe var keyptur frá Lille á 72 milljónir punda og auk hans komu Kieran Tierney, David Luiz, Dani Ceballos og Gabriel Martinelli.

Arsenal virðist ákveðið í að ná Meistaradeildarsæti að nýju.

„Þrátt fyrir að hafa tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar þá höfum við sýnt að félagið er fært um að styrkja sig. Við ætlum að halda áfram á sömu braut og horfa til framtíðar," segir Josh Kroenke, stjórnarmaður Arsenal, sem staðfestir í viðtali við BBC að félagið hyggist styrkja hóp sinn enn frekar í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner