Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Forlan um Ronaldo: Eyddi heilum degi fyrir framan spegil
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski framherjinn Diego Forlan lagði skóna á hilluna á dögum eftir rúmlega 20 ára feril sem atvinnumaður í knattspyrnu.

Forlan hefur komið víða við á ferlinum og var leikmaður Manchester United frá 2002 til 2004. Hann var því samherji Ronaldo í eitt ár og hefur ekki miklar mætur á portúgölsku stórstjörnunni.

Forlan hefur gagnrýnt Ronaldo nokkrum sinnum í viðtölum og gerði hann það aftur á dögunum. Í þetta sinn var gagnrýnin þó aðeins persónulegri en áður.

„Í búningsklefanum var Cristiano mjög sjálfhverfur, hann var allt annar persónuleiki heldur en Beckham," sagði Forlan þegar hann var spurður út í samanburð á þeim tveimur.

„Cristiano vildi alltaf vera nálægt spegli. Einu sinni eyddi hann heilum degi fyrir framan spegil.

„Í búningsklefanum skipti Ronaldo alltaf um föt fyrir framan spegil og lagði mikinn metnað í að líta vel út.

„Beckham lagði talsvert minni metnað í það, hann var náttúrulegur. Hann hagaði sér ekki öðruvísi en aðrir."


Forlan er 40 ára gamall og lék einnig fyrir lið á borð við Atletico Madrid og Inter á ferlinum. Þá gerði hann 36 mörk í 112 leikjum fyrir Úrúgvæ.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner