Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. ágúst 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Tíu heitustu í enska boltanum - Sterling á toppnum
Raheem Sterling trónir á toppnum.
Raheem Sterling trónir á toppnum.
Mynd: Getty Images
Enska blaðið Daily Mail er með sérstakan styrkleikalista (Power Rankings) yfir tíu heitustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar. Listinn er uppfærður eftir hverja umferð.

Hér sjáum við hvernig listinn er eftir 2. umferð:

10. Dani Ceballos - Arsenal (nýr á lista)
Heillaði menn í 2-1 sigrinum gegn Burnley.

9. Harry Maguire - Manchester United (niður um tvö sæti)
Strax farinn að láta að sér kveða í varnarlínu United.

8. Harry Kane - Tottenham (-3)
Átti ekki sinn besta leik gegn Manchester City en heldur sér á lista.

7. Kevin De Bruyne - Manchester City (nýr)
Átti tvær stoðsendingar í jafnteflinu gegn Tottenham og var valinn maður leiksins.

6. Trent Alexander-Arnold - Liverpool (-2)
Liverpool byrjar tímabilið á tveimur sigurleikjum.

5. Teemu Pukki - Norwich (nýr)
Finninn er kominn með fjögur mörk eftir fyrstu tvær umferðirnar.

4. Marcus Rashford - Manchester United (-1)
Lagði upp mark United gegn Wolves í gær.

3. Sadio Mane - Liverpool (nýr)
Skoraði og lagði upp í 2-1 sigrinum gegn Southampton.

2. Ashley Barnes - Burnley (+1)
Tvö mörk í fyrstu umferð og skoraði svo gegn Arsenal um helgina.

1. Raheem Sterling - Manchester City (engin breyting)
Funheitur og er kominn með fjögur mörk í byrjun tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner