Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. ágúst 2021 23:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Búið að vera draumur síðan ég var lítil"
Í leik með Breiðabliki í sumar.
Í leik með Breiðabliki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu í júní.
Á landsliðsæfingu í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Dís Árnadóttir varð 22 ára í gær en hún er þessa stundina í Evrópuverkefni með Breiðabliki. Liðið leikur úrslitaleik á morgun við litháenska liðið Gintra um sæti í 32-liða úrslitum keppninnar.

Kristín hefur í tvígang verið valin í A-landsliðshóp en á eftir að spila landsleik. Hún lék á sínum tíma 29 leiki fyrir yngri landsliðin.

Fótbolti.net ræddi við Kristínu í dag og spurði hana út í landsliðið og atvinnumennsku en fyrst aðeins að afmælisdeginum í gær.

Kristín um leikinn á morgun:
„Ætlum að spila upp á sigur og sýna hvað við erum ótrúlega góðar"

Blöðrur og pakkar á mjög góðum afmælisdegi
Var eitthvað gert í tilefni dagsins?

„Heyrðu, dagurinn byrjaði á smá surprise frá stelpunum áður en við fórum í morgunmat. Það voru blöðrur og pakkar fyrir utan herbergið," sagði Kristín Dís.

„Svo var tekin æfing og smá menningarferð á stað sem heitir the Hill of Crosses. Með matnum var svo kaka og afmælissöngur. Mjög góður dagur með bestu Blikastelpunum!" sagði Kristín Dís.

Verið draumur frá því Kristín var lítil
Ertu með einhverja drauma um að fara út í atvinnumennsku?

„Já, algjörlega. Það er búið að vera draumur síðan ég var lítil. Það gerist vonandi eitthvað eftir þetta tímabil. Ég held að rétti tímapunkturinn sé núna, ég er búin að spila fullt af leikjum fyrir Breiðablik, vonandi gerist eitthvað jákvætt í þeim efnum."

Leikurinn á morgun er auðvitað ákveðinn auglýsingagluggi. „Já, algjörlega. Að spila í Meistaradeildinni er risatækifæri og maður veit að það eru þjálfarar út í heimi að skoða þessa deild. Það eru forréttindi að fá að spila svona leiki."

Vonast eftir tækifæri með landsliðinu
Þú varst valin í síðasta landsliðshóp, hvernig var að fá kallið frá Steina?

„Það var geðveikt, ég fór í síðustu ferðina þegar Jón Þór var þjálfari og er búin að vera valin en aldrei spilað leik. Vonandi fæ ég tækifærið bráðum."

Bíðuru óþreyjufull eftir tækifærinu í liðinu?

„Nei, svo sem ekki. Ef ég fæ kallið þá tek ég því," sagði Kristín Dís að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner