Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. september 2018 15:47
Magnús Már Einarsson
Sex Íslendingar að vinna í að fá UEFA Pro
Kristján Guðmundsson er á leið í UEFA Pro í Noregi.
Kristján Guðmundsson er á leið í UEFA Pro í Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Alls eru sex íslenskir þjálfarar að taka UEFA Pro þjálfaragráðuna þessa dagana eða að hefja nám. UEFA Pro er æðsta þjálfaragráðan í Evrópu og í áraraðir hefur KSÍ einungis átt kost á að leyfa einum þjálfara að fara í námið á hverju ári með hjálp frá enska knattspyrnusambandinu.

KSÍ hefur nú náð samkomulag við fræðsludeildir eftirfarandi knattspyrnusambanda um að fá að senda 1-2 þátttakendur á UEFA Pro námskeiðin:

Noregur - Óli Stefán Flóventsson og Kristján Guðmundsson hefja nám síðar á árinu.

Svíþjóð - Rúnar Páll Sigmundsson byrjaði þar í janúar 2018.

Danmörk - Freyr Alexandersson byrjaði þar í janúar 2018.

Skotland - Þorlákur Árnason er að klára námið og umsóknir opnar fyrir nýtt nám 2019-2020.

England - Eyjólfur Sverrisson kláraði í sumar.

Írland - Opnar fyrir umsóknir fljótlega

N. Írland - Hermann Hreiðarsson í námi og opnar fyrir umsóknir fljótlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner