Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. september 2018 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Aubameyang skoraði tvö í fyrsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson er eini Íslendingurinn sem kom við sögu í seinni bylgju kvöldleikja Evrópudeildarinnar.

Hann lék allan leikinn og bar fyrirliðabandið er Zurich lagði AEK Larnaca að velli í Kýpur.

Hannes Þór Halldórsson og Matthías Vilhjálmsson sátu á bekknum hjá Qarabag og Rosenborg. Qarabag tapaði fyrir Sporting í Portúgal á meðan Rosenborg réði ekki við Celtic í Skotlandi.

Arsenal lenti ekki í vandræðum gegn Vorskla Poltava og gerði Pierre-Emerick Aubameyang tvennu í sínum fyrsta Evrópuleik með félaginu. Henrikh Mkhitaryan lagði tvö upp og kom Alexandre Lacazette ekki við sögu.

AC Milan rétt marði áhugamannalið Dudelange í Lúxemborg og þá gerði Kaupmannahöfn jafntefli við Zenit á heimavelli. Danirnir hefðu hæglega getað gert sigurmark í seinni hálfleik en það kom ekki.

Bayer Leverkusen lenti tveimur mörkum undir gegn Ludogorets en náði að snúa stöðunni við og vinna 2-3 á meðan Red Bull Salzburg hafði betur í baráttunni við Red Bull Leipzig.

Red Bull liðin mega mæta hvoru öðru eftir ítarlega rannsókn UEFA á starfsemi félaganna.

Real Betis gerði jafntefli við Olympiakos en óvæntustu úrslit kvöldsins voru í Zagreb annars vegar og Prag hins vegar. Heimaliðin höfðu þar betur gegn Fenerbahce og Bordeaux.

A-riðill:
AEK Larnaca 0 - 1 Zurich
0-1 Benjamin Kololli ('61 , víti)
Rautt spjald:Pa Modou, Zurich ('84)

Ludogorets 2 - 3 Bayer Leverkusen
1-0 Claudiu Keseru ('8 )
2-0 Marcelinho ('31 )
2-1 Kai Havertz ('38 )
2-2 Isaac Thelin ('63 )
2-3 Kai Havertz ('69 )

B-riðill:
RB Leipzig 2 - 3 Salzburg
0-1 Munas Dabbur ('20 )
0-2 Amadou Haidara ('22 )
1-2 Konrad Laimer ('70 )
2-2 Yussuf Poulsen ('82 )
2-3 Fredrik Gulbrandsen ('89 )

Celtic 1 - 0 Rosenborg
1-0 Leigh Griffiths ('87 )

C-riðill:
Slavia Praha 1 - 0 Bordeaux
1-0 Jaromir Zmrhal ('35 )

FC Kobenhavn 1 - 1 Zenit
0-1 Robert Mak ('44 )
1-1 Pieros Sotiriou ('63 )

D-riðill:
Spartak Trnava 1 - 0 Anderlecht
1-0 Matej Oravec ('79 )

Dinamo Zagreb 4 - 1 Fenerbahce
1-0 Ivan Sunjic ('16 )
2-0 Izet Hajrovic ('27 )
2-1 Roman Neustadter ('47 )
3-1 Izet Hajrovic ('56 )
4-1 Dani Olmo ('60 )

E-riðill:
Sporting 2 - 0 Qarabag
1-0 Raphinha ('54 )
2-0 Jovane Cabral ('88 )

Arsenal 4 - 2 Vorskla
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('32 )
2-0 Danny Welbeck ('48 )
3-0 Pierre Emerick Aubameyang ('56 )
4-0 Mesut Ozil ('74 )
4-1 Vladimir Chesnakov ('77 )
4-2 Vyacheslav Sharpar ('90 )

F-riðill:
Dudelange 0 - 1 Milan
0-1 Gonzalo Higuain ('59 )

Olympiakos 0 - 0 Betis
Rautt spjald:Kostas Tsimikas, Olympiakos ('74)
Athugasemdir
banner