Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. september 2018 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Evrópudeildin í dag - Arsenal, Chelsea og Íslendingar
Matthías fer til Skotlands og mætir Brendan Rodgers.
Matthías fer til Skotlands og mætir Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Evrópudeildin rúllar af stað í kvöld og það er heldur betur nóg af leikjum sem verða spilaðir, eða 24 talsins.

Ensku liðin Chelsea og Arsenal eiga bæði leiki í kvöld. Chelsea fer til Grikklands og tekur þar á móti PAOK. Arsenal byrja á heimaleik gegn Vorksla, en það lið kemur frá Úkraínu.

Nokkrir Íslendingar verða í eldlínunni í kvöld. Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í Krasnodar fljúga til Tyrklands og spila þar gegn Akhisar.

Sarpsborg fer einnig til Tyrklands og spila gegn Pepe og hans félögum í Besiktas en Orri Sigurður leikur með Sarpsborg.

Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi fer með liði sínu Malmö til Belgíu þar sem þeir heimsækja Genk I-riðlinum. Zurich, með Guðlaug Victor innanborðs mæta AEK Larnaca í Kýpur.

Brendan Rodgers og hans lærisveinar í Celtic fá norsku meistarana til Skotlands. Matthías Vilhjálmsson leikur með Rosenborg.

Afar spennandi verður að sjá hvort að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór standi í rammanum hjá Qarabag sem fara til Portúgals og mæta Sporting. Hannes ekki enn búin að spila leik fyrir Qarabag en hann gekk til liðs við þá eftir Heimsmeistaramótið í sumar.

A - riðill
19:00 Ludogorets - Bayern Leverkusen
19:00 AEK Larnaca - Zurich

B - riðill
19:00 Celtic - Rosenborg(Stöð 2 Sport 2)
19:00 Leipzig - Salzburg

C - riðill
19:00 Slavia Praha - Bordeaux
19:00 Kopenhavn - Zenit

D - riðill
19:00 Dinamo Zagreb - Fenebache
19:00 Spartak Trnava - Anderlecht

E - riðill
19:00 Arsenal - Vorksla(Stöð 2 Sport)
19:00 Sporting CB - Qarabag

F - riðill
19:00 Olympiacos - Real Betis
19:00 Dudelange - AC Milan

G - Riðill
16:55 Rapid Wien - Spartak Moskva
16:55 Villareal - Rangers (Stöð 2 Sport)

H - Riðill
16:55 Lazio - Apollon
16:55 Marseille - Frankfurt.

I - Riðill
16:55 Genk - Malmö
16:55 Besiktas - Sarpsborg

J - Riðill
16:55 Akhisar - Krasnodar
16:55 Sevilla - Standar Liége

K - Riðill
16:55 Dinamo Kyiv - Astana
16:55 Rennes - Jablonec

L- Riðill
16:55 Vidi - Bate
16:55 PAOK - Chelsea (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner