Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 20. september 2018 12:48
Magnús Már Einarsson
Jeppe Hansen vill fara aftur til Danmerkur
Jeppe í leik með ÍA gegn Magna á Grenivík á dögunum.
Jeppe í leik með ÍA gegn Magna á Grenivík á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jeppe vegnaði illa hjá Keflavík fyrri hluta sumars.
Jeppe vegnaði illa hjá Keflavík fyrri hluta sumars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski framherjinn Jeppe Hansen, segir í viðtali við bold.dk í dag, að hann vilji snúa aftur til heimalandsins eftir að hafa meira og minna spilað á Íslandi síðan árið 2014.

Jeppe lék með Stjörnunni og KR áður en hann samdi við Keflavík fyrir sumarið 2017. Jeppe varð markakóngur með Keflavík í Inkasso-deildinni í fyrra en náði ekki að komast á blað í Pepsi-deildinni í sumar áður en hann fór til ÍA á láni í júlí.

Jeppe hefur skorað sex mörk í níu leikjum með ÍA og hjálpað liðinu upp í Pepsi-deildina á ný. Jeppe féll því með Keflavík en fór upp með ÍA í sumar. Hann setur núna stefnuna á að fara heim til Danmerkur.

„Það hafi verið góðir og slæmir tímar (á Íslandi) og ég veit ekki hvort að megi líta á þetta sem velgengni. Ég hef hins vegar verið ánægður hér og mæli með því að aðrir prófi það sama," sagði Jeppe við bold.dk.

„Það er gaman að prófa að búa í útlöndum og lifa á áhugamálin sínu. Ég er núna kominn á þann tímapunkt að ég er búinn að upplifa nóg og vil gjarnan fara heim til Danmerkur."

Var orðinn smá þreyttur á fótbolta
Hinn 28 ára gamli Jeppe hefur skorað 40 mörk í 98 leikjum á Íslandi en hann átti erfitt uppdráttar hjá Keflavík fyrri hluta sumars.

„Það var virkilega erfitt að vera í Keflavík fyrri hluta sumars því við töpuðm og töpuðum og það voru einnig smá vandræði utan vallar hjá félaginu," sagði Jeppe.

„Á þessum tímapunkti var fall nánast orðið að veruleika. Félagið vildi spara peninga og ÍA vildi fá mig á láni. Ég var spenntur fyrir því að prófa eitthvað annað. Ég sé ekki eftir því, þetta hafa verið góðir mánuðir."

„Við vorum ekki mikið að skora mörk í Keflavík. Ég held að í þeim 12 leikjum sem ég spilaði hefði mátt búast við 0,10 mörkum í leik eða eitthvað slíkt miðað við sköpuð færi. Við sköpuðum engin færi og ég var ekki nálægt því að skora."

„Í hreinskilni sagt var ég orðinn svolítið þreyttur á fótbolta í sumar en núna hef ég fengið gleðina til baka eftir dvölina hjá ÍA. Ég er ánægður með að klára tímabilið á þennan hátt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner