Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. september 2018 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri: Morata skortir sjálfstraust
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri er ánægður með frammistöðu sinna manna í 0-1 sigri á PAOK í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Alvaro Morata byrjaði fremstur með Willian og Pedro sér við hlið í sóknarleiknum en náði ekki að gera sér mat úr þeim færum sem hann fékk.

„Við stjórnuðum leiknum í 90 mínútur. Ég er ánægður með frammistöðuna en ekki úrslitin. Við verðum að nýta færin okkar betur, við áttum að drepa leikinn en gerðum það ekki," sagði Sarri að leikslokum.

„Alvaro fékk þrjú eða fjögur færi í kvöld en var óheppinn að skora ekki. Hann vantar smá sjálfstraust en það kemur þegar hann skorar nokkur mörk. Mér hefur hingað til ekki tekist að veita honum sjálfstraustið sem hann vantar."

Sarri skipti út hálfu byrjunarliði frá sigrinum gegn Cardiff um helgina og segist vera neyddur til að gera þessar breytingar.

„Það er erfitt að vera enskt félag í Evrópudeildinni. Á Ítalíu er manni gefinn aukadagur í hvíld með mánudagsleikjunum en ekki hér. Þetta er ekki vandamál núna en gæti orðið það þegar tímabilið verður lengra komið."

Pedro fór útaf meiddur í leiknum og býst Sarri ekki við að meiðslin séu alvarleg. Líklegt er þó að hann missi af leiknum gegn West Ham á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner