Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. september 2018 14:40
Magnús Már Einarsson
Sjáðu rauða spjaldið á Lennon og mótmælin í kjölfarið
Lennon í leiknum á sunnudaginn.
Lennon í leiknum á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH.ingar.net hafa birt myndband á Facebook þar sem rauða spjaldið sem Steven Lennon fékk gegn Víkingi R. síðastliðinn sunnudag er sýnt.

Lennon fékk rauða spjaldið undir lok leiksins gegn Víkingi en hann var sagður hafa fengið rautt spjald fyrir kjaftbrúk við Birki Sigurðarson aðstoaðrdómara.

„Í tilviki Lennon sagði hann "it's a f***ing joke" en dómarinn hafi skilið það sem "you are a f***ing joke", það er verið að segja á íslenskunni að þetta sé grín og þetta mistúlkaðist þannig að dómarinn taldi það eiga við um sig. Þetta er stór ákvörðun að taka en það sem við getum gert er að spila eins og prúðir menn og missa ekki út úr okkur ljót orð þegar við erum að spila knattspyrnu," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í viðtali eftir leik.

FH hefur nú sýnt atvikið með myndavél frá bekknum þar sem búið er að texta atburðarásina. FH-ingar voru mjög ósáttir við dóminn og mótmæltu honum af krafti.

Rauða spjaldið þýðir að Lennon verður í banni gegn Val í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar á laugardaginn.

Hér að neðan má sjá myndbandið.


Athugasemdir
banner
banner
banner