Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. september 2021 19:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þorvaldur dómari: Sannfærðir um að þetta var víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Ingason var að hita upp þegar slagsmálin brutust út.
Þórður Ingason var að hita upp þegar slagsmálin brutust út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikil dramatík í Pepsi Max deildinni í gær.

Víkingur komst á toppinn fyrir loka umferðina með sigri á KR á Meistaravöllum á meðan Breiðablik tapaði gegn FH.

Það var umdeildur dómur undir lok leiksins á Meistaravöllum þegar Þorvaldur Árnason dómari leiksins dæmdi víti fyrir KR.

Þorvaldur var til viðtals við Rikka G á Stöð 2 í kvöld þar sem hann ræddi atvikið.

„Já það er rétt. Ég horfi á atvikið og ég sé að það er eitthvað rangt við þetta, mér finnst boltinn taka grunsamlega stefnubreytingu, stuttu seinna fæ ég í eyrað frá Gylfa Má aðstoðardómara að hann vilji ræða við mig. Þegar ég ætla til hans verður allt vitlaust þannig við þurftum að taka á því áður en við tókum ákvörðun um vítið," sagði Þorvaldur.

Eftir að Þorvaldur hefur séð atvikið á myndbandi stendur hann við það að þetta hafi átt að vera víti.

„Já, við erum búnir að lyggja yfir þessu í dag og það er klár stefnubreyting á boltanum og það getur ekki orðið nema við snertingu og það er höndin sem kemur til greina þar eða vindkviða og ég get vottað það að það var logn í Vesturbænum í dag."

Kjartan Henry Finnbogason, Þórður Ingason varamarkvörður Víkinga og Hajrudin Cardaklija í þjálfarateymi Víkinga fengu rautt spjald í slagsmálunum.

„Þórður kemur inn og er í 'fighting', hann á að vera hita upp en er að gera eitthvað allt annað."

„Já, Þetta er augnablik sem maður þarf að velja það versta, við hefðum geta farið í einhver rað spjöld eins og var gert í gamladaga en við ákváðum að taka það allra versta og við mátum að Þórður væri kominn langt útfyrir það sem hann átti að vera gera,"
sagði Þorvaldur að lokum. Hér að neðan má sjá atvikið og umræðuna í Stúkunni.


Innkastið - Lokasprettur sem er bannaður börnum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner