Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. september 2021 23:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Mbl.is 
Valgeir: Loksins kom markið og það í stærsta leiknum á ferlinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson leikmaður HK skoraði eina mark leiksins í sigri liðsins í dramatískum leik gegn Stjörnunni í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  0 Stjarnan

Valgeir er aðeins 18 ára gamall en þrátt fyrir það er hann á sínu þriðja tímabili með HK í Pepsi Max-deildinni.

Hann skoraði þrjú mörk á sínu fyrsta tímabili, bætti um betur á því næsta og skoraði fjögur en hann skoraði sitt fyrsta mark á þessu tímabili í kvöld.

Hann ræddi við Víði Sigurðsson hjá mbl eftir leikinn.

„Loks­ins kom markið og það kom á besta tíma­punkt­in­um, í stærsta leikn­um mín­um á ferl­i með meist­ara­flokki, og þetta ger­ir mikið fyrir okk­ur. Ég gæti ekki verið ánægðari," sagði Valgeir við mbl.is eftir leikinn.

„Ég fékk bolt­ann eft­ir fyr­ir­gjöf­ina og ég hitti hann ekki nógu vel. En sem bet­ur fer snerti hann varn­ar­mann á leiðinni, mér sýnd­ist bolt­inn breyta aðeins stefnu og þar með fór hann al­veg út í hornið fjær. Það var geggjuð til­finn­ing að horfa á eft­ir hon­um,"

Svona var markinu textalýst:

„Ljubicic tarfast upp vinstri vænginn og neglir fyrir, boltinn fer í gegnum allan teiginn og til Valgeirs utarlega, hann tékkar sig inn og neglir að marki, boltinn hefur eilitla viðkomu í varnarmann og Haraldur nær þessum ekki. Kannski var rauða spjaldið nákvæmlega það sem þurfti til að kveikja í HK!" skrifaði Magnús Þór Jónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner