Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. september 2022 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Aftur spilaði Arthur fyrir U21 árs liðið - Tveir leikir á þremur dögum
Arthur
Arthur
Mynd: Liverpool
Brasilíski miðjumaðurinn Arthur var í byrjunarliði U21 árs liðs Liverpool í 1-0 tapi fyrir Rochale í EFL-bikarnum í kvöld en þetta var annar leikur hans fyrir liðið.

Arthur kom til Liverpool frá Juventus á láni á gluggadeginum en hann hefur aðeins spilað þrettán mínútur fyrir aðalliðið.

Einhverjar sögusagnir hafa verið um það að Liverpool sé að skoða möguleikann á að senda hann aftur til Juventus í janúar en það virðist fátt benda til þess að það sé nokkuð til í því.

Á meðan leikmenn eru að ferðast í landsliðsverkefni er Arthur í Liverpool að koma sér í leikæfingu.

Hann spilaði 90 mínútur í leik U21 árs liðsins gegn Leicester á dögunum og var þá aftur í byrjunarliðinu er liðið tapaði fyrir Rochdale, 1-0, í EFL-bikarnum í kvöld.

Arthur spilaði 63 mínútur áður en honum var skipt af velli fyrir jay Spearing.

Brasilíumaðurinn ætti því að vera kominn í ágætis leikæfingu fyrir leik Liverpool gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni þann 1. október.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner