Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. september 2022 23:40
Brynjar Ingi Erluson
Eigendur Man City að kaupa félag í Brasilíu
Sheikh Mansour er að kaupa enn eitt félagið
Sheikh Mansour er að kaupa enn eitt félagið
Mynd: Getty Images
City Football Group, sem er í eigu Sheikh Mansour, er að ganga frá viðræðum um kaup á brasilíska félaginu Esporte Clube Bahia en þetta kemur fram í brasilískum miðlum í dag. Þetta verður tólfta félagið sem er í eigu fjárfestingahópsins.

Fjórtán ár eru síðan Sheikh Mansour keypti Manchester City en fimm árum síðar var City Football Group stofnað.

Fjárfestingahópurinn hefur keypti tíu félög til viðbótar síðan 2013 en þar má nefna New York City FC, Melbourne City, Montevideo, Troyes, Lommel, Palermo, Girona, Mumbai, Sichuan og Yokohama.

Nú er City Football Group að ganga frá viðræðum um kaup á brasilíska félaginu Esporte Clube Bahia sem spilar í B-deildinni í Brasilíu.

Búið er að ganga frá öllum helstu atriðum og aðeins nokkur smáatriði eftir áður en þetta verður tilkynnt.

Bahia er í 2. sæti B-deildarinnar og á góðan möguleika á að komast upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner